Önnur leið, snerting sérfræðinga

Þrif eftir framkvæmdir

Þrif eftir framkvæmdir

Þrif eftir framkvæmdir er þjónusta sem við veitum fyrir nýbyggingar eða húsnæði sem búið er að gera upp. Þá erum við ekki bara að tala um að sópa gólf og hreinsa teppi og aðra sýnilega staði. Hér að neðan eru talin upp nokkur af þeim atriðum sem við sjáum um að þrífa og hreinsa:

*Veggir eru hreinsaðir og þess gætt að engin óhreinindi eða blettir séu skildir eftir.

*Rúður og gluggakarmar eru háþrýstiþvegnir.

*Límmiðar og plast fjarlægt af húsgögnum, gluggum og dyrum.

*Við þrífum og þurrkum af loftinu, ljósum, viftum, ofnum og háfum.

*Við ryksugum og skúrum öll gólf og gætum þess að ekkert sé skilið eftir, sérstaklega í hornum og öðrum samskeytum þar sem óhreinindi safnast gjarnan saman.

*Allir grunnfletir þvegnir.

*Þröskuldsþrif.

*Allir skápar eru hreinsaðir að innan sem utan, strokið af öllum hillum og húsgögnum.

*Við flokkum allt rusl og sjáum til þess að því sé fargað á réttan hátt.

*Ef við verðum vör við lausa kapla/víra eða einhvern leka setjum við okkur í samband við verktakann og förum fram á úrbætur.

 

 
Fermetrar verð
0 – 50 m² 45000 kr
50 – 100 m² 55000 kr
100 – 150 m² 65000 kr
150 – 200 m² 75000 kr
200 – 250 m² 85000 kr
250 – 300 m² 95000 kr
> 300 m² + 250 kr fyrir 1 m²

separator 1

FÁÐU TILBOÐ

Við gerum verðtilboð í stærri og smærri verk.
Þú getur fyllt út tilboðsform eða hringt í okkur í síma 770 1721